Þetta er ekki bara myndataka
Þetta er upplifun sem þú gleymir aldrei. Hvort sem þú vilt dekra við þig, fagna nýjum kafla eða einfaldlega skapa nýjar og skemmtilegar minningar með vinkonunum. Þá er Snjokallinn rétti staðurinn fyrir þig!
Komdu og sjáðu þig í nýju ljósi
     
     
       
Veistu ekki alveg hvernig myndatöku þú ert að spá í? 🤔
Engar áhyggjur! Hér fyrir neðan eru nokkrar af þeim upplifunum sem ég býð upp á.
Skoðaðu pakkana, finndu væbið sem talar til þín og við tökum þetta þaðan. 💖💫📸
Hvort sem þú ert að leita að sjálfsöryggi, dekri, hópstemningu eða bara góðum myndum með karakter.
       
💄📸 ✨ Iconic sjút ✨ 📸💄
Þú mætir – og við tökum við.
Förðunarlistamaður, hárstílisti og ljósmyndari sem sjá um allt.
Þú þarft ekkert að gera nema mæta og vera þú.
Þetta er dagurinn þinn. Tíminn þinn.
Við burstum burt hversdagsleikann og bjóðum þér að stíga inn í þinn eigin main character moment. Hvort sem þú vilt það dramatískt, mjúkt, edgy eða glowy – þá stillum við stemminguna eftir þínu væbi og tökum þetta alla leið.
Hvenær fær maður annars að líða eins og módeli?
Í þetta skiptið færðu að vera eitthvað annað iconic.
           
😎🖤 🔥 Gellu sjút 🔥 🖤😎
Enginn filter, ekkert makeup (Engin sminka þeas), ekkert ves.
Þú mætir eins og þú ert, og við tökum það upp á næsta level.
Af því þú ert meira en nóg
Þetta er fyrir gelluna sem þarf ekki glam til að vera glam.
Við náum því hráa, ekta og einstaka í þér. Þú færð að skína, á þínum forsendum og útkoman? Sturlað væb sem fangar bæði styrk og mjúkleika.
Þetta er ekki myndataka. Þetta er móment.
          
🪂💘 Para sjút 💘🪂
Þið tvö – eitt væb.
Hvort sem þið eruð á fyrsta mánuðinum eða sjöunda árinu, þá er þetta sjútið sem fangar tenginguna ykkar, á ykkar eigin forsendum. Ekki stíft. Ekki óþægilegt. Bara þið tvö, í ykkar eigin væbi.
💞 Fyrir þau sem vilja hlátur, augnsamband og ekta nánd. Með dass að main character energy 😎
👉 Valmöguleikar:
💐 Hversdags Kósí - Oversized peysur, brnadarar og pælingar. Þið hangið og ég mynda stemmninguna.
💋
Fríða og Dýrið (boudoir) - Aðeins meiri nánd. Lítið ljós, mikill skuggi og mjög moody.
🎭
Leikaraskapur (ekki bara fyrir leikara!) - ef þið eruð alltaf að gera grín hvort af öðru og viljið fanga það á mynd
👑
Glam & glans - dressa ykkur upp og taka editorial-style myndir af ykkur.
Pör eru ekki eins svo við tökum sjútið þannig að það spegli ykkur.
Slædið í DM ef þið eruð ekki viss hvaða stemming passar best 💌
      
👯‍♀️🎈 💫 BFF sjút 💫 🎈👯‍♀️
Eruð þið alltaf að segja að það sé aldrei til almennileg mynd af ykkur saman?
Eða að grammið kalli á eitthvað aðeins meira... iconic? Þá er BFF sjút eitthvað fyrir ykkur!
Leyfið mér að búa til minningar með ykkur.
Þessi myndataka er bæði fyrir hópinn og hvern og einn, því það er eitthvað sérstakt við að fanga tengslin ykkar saman og hvað gerir hvern og einn einstakan.
Hvort sem þið eruð bestu vinir, systkini, æskuvinir eða nýbúin að tengjast, þá er þetta sjútið þar sem stemmingin er í forgrunni og myndirnar segja söguna.
            
🥂💃 🎉 Gæsa / Steggja sjút 🎉 💃🥂
Ein myndataka – óteljandi minningar.
Hvort sem þið viljið hlæja úr ykkur lungun í geggjuðu gríni og glensi í skemmtilegri brúðar/brúðguma myndatöku þar sem þið gerið ykkur að fíflum og festið það á mynd. Eða fara í dramatíska boudoir töku þar sem brúðurinn/brúðguminn er í aðal hlutverki og fær að skína sínu skærasta. þá er þetta sjútið sem slær í gegn!
Við sköpum stemmingu sem hentar ykkur, hvort sem það er með gervum, slörum og smá sprelli eða ljósi, skugga og alvöru stælum. Þetta er ekki bara myndataka! þetta er partý, gleði og sjálfsást í myndformi.
Fullkomið fyrir brúðurina/brúðguminn, hópinn eða til að merkja tímamót með dass af væbi.
Af því að brúðkaupsdagurinn á ekki að vera eina skiptið sem þú ert stjarna dagsins.
      
📷💘 Singles sjút 💘📷
Ein myndataka – óteljandi líkur á mörgum lækum.
Hvort sem þú ert á Smitten, Tinder, Bumble, Grindr eða bara í leit að því að lúkka vel út fyrir þig sjálfa, þá er þetta sjútið sem fær fólk til að stoppa, brosa og swipe-a til hægri.
Við myndum þig eins og þú ert, með smá aðstoð frá:
- Lýsingu sem gefur „main character on a casual stroll“
- Stellingum sem segja „ég er kannski hot en ég get líka fengið þig til að hlæja“
- Væb sem smellpassar þér og þínum stíl.
Þetta er ekki bara myndataka, þetta er sjálfsást, stíll og dating game upgrade í einum pakka.
Fullkomið fyrir nýtt upphaf, eða bara til að hrista upp í gallerýinu.
       
🍻📸 Gaura sjút 📸🍻 (a.k.a. Bois sjút)
Ein myndataka, óteljandi gauravæb.
Hvort sem þið viljið taka power stance í sólgleraugum og hlæja að öllu og engu með félögunum, eða fara alla leið í alpha mode með ljósið & skuggana að láta þig lúkka eins og aðalskúrk með hjarta úr gulli. þá er þetta sjút að fara að hitta í mark.
Við sköpum stemmingu sem hentar ykkur, hvort sem það er kjaftæði, bræður, bromance og bjór, eða bara til að taka myndir sem þú actually nennir að setja sem profile pic.
Þetta er ekki bara myndataka... bromance í formi mynda.
Fullkomið fyrir þig og hópinn, til að merkja vináttu, tímamót eða bara 
af því að gaurar mega líka fá flottar myndir!

        
        
Hver er þessi Snjókall ??
Alex Snær er stutta svarið, ég sérhæfi mig í að skapa einstaka upplifun í stúdíóinu mínu sem dregur út módelið sem var innra með þér allan tíman!
Ég byrjaði í kvikmyndagerð en fann mig í ljósmyndu, þar sem ég sá hvað rétt stemning og nærvera getur breytt öllu.
Ég trúi því að öll geti myndast vel, þau þurfa bara réttu aðstæðurnar og einhvern sem sér þau eins og þau raunverulega eru.
Þess vegna stofnaði ég upplifunarstúdíóið Snjókallinn, þar sem þú færð ekki bara mynd, heldur móment sem lyftir sjálfsmyndinni þinni á nýtt stig.
Hvort sem þú kemur í Iconic sjút með förðun og hár, eða bara með vinkonuhópnum í glens og gleði, þá er markmiðið alltaf það sama:
Að þú gangir út með bros, sjálfstraust og myndir sem þú elskar.
📸 Kíktu á Instagram @snjokallinn til að fá innblástur fyrir þitt sjút
💬 Eða slæd-aðu beint í dm's... ég svara alltaf með brosi :)


Back to Top